Kröftug mótmæli á Akureyri

Mótmælafundur á Ráðhústorgi Akureyrar í dag.
Mótmælafundur á Ráðhústorgi Akureyrar í dag. Skapti Hallgrímsson

Austurvöllur var ekki eini staðurinn þar sem ríkisstjórninni var mótmælt í dag því á Akureyri söfnuðust menn einnig saman og létu í sér heyra. Talið er að um 250-300 manns hafi sótt fundinn sem fór vel fram og voru yfirvöld gagnrýnd harðlega.

Þetta var fjórða mótmælagangan sem blásið er til á Akureyri og var gengið frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg þar sem m.a. Edward Huijbens, Björn Þorláksson, Þorvaldur Örn Davíðsson og Jónína Hjaltadóttir stigu á stokk við góðar undirtektir.

Að sögn Guðrúnar Þórsdóttur, eins skipuleggenda mótmælanna, var mikill hugur í fólki og krafan mjög skýr. Mótmælt var ólýðræðislegum athöfnum bæði ríkisvaldsins og peningavaldsins og valdaafsals krafist.

Gengið verður aftur á Akureyri næsta laugardag kl.15 sem fyrr.

Mótmælafundur á Ráðhústorgi í dag.
Mótmælafundur á Ráðhústorgi í dag. Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert