Snjóar víða í dag

Veðurstofan spáir suðaustan 8-15 metrum á sekúndu að jafnaði á landinu í dag  en þó hægari austantil fram eftir degi. Snjókoma eða slydda og síðar rigning verður suðvestan- og vestanlands en snjókoma eða slydda um tíma annars staðar í dag.

Síðdegis verða suðvestan 8-18 m/s, hvassast norðvestantil, en hægari um landið austanvert. Hiti verður 0 til 6 stig. Í kvöld og nótt verður áttin vestlægari og frystir víðast hvar.

Á morgun verður norðvestan 5-13 m/s  og víða él á morgun, en yfirleitt léttskýjað SA-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert