Mælt fyrir frumvarpi um rannsóknarnefnd

Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingi, mælti í dag fyrir frumvarpi um rannsóknarnefnd á aðdraganda og orsökum falls bankanna. Sagði hann m.a. að aðstæður Íslendinga væru mjög alvarlegar um þessar mundir og óvissa ríkti. Óhjákvæmilegt væri að Alþingi bregðist við og efni til slíkrar rannsóknar en með því væri þingið að sumu leyti, að fikra sig inn á nýja braut.

Sagði Sturla nauðsynlegt, að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Forsætisnefnd þingsins hefði skipað vinnuhóp til að fara yfir vinnureglur um þennan þátt Alþingis og leggja mat á hvort breytinga sé þörf.

Sturla sagði, að Íslendingar hefðu orðið fyrir miklum áföllum og þyrftu að snúa bökum saman til að snúa vörn í sókn. Til þess að það geti gerst verði að nást sátt í samfélaginu og mjög mikilvægur þáttur þess sé ýtarleg rannsókn á því sem gerðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert