Brimborg selur 100 nýja bíla úr landi

Egill Jóhannsson í Ford GT sportbíl, sem nú verður seldur …
Egill Jóhannsson í Ford GT sportbíl, sem nú verður seldur úr landi. mbl.is/Kristinn

Brimborg hefur gengið frá samningi um sölu á 78 nýjum Fordbílum úr landi. Að samningnum stendur svonefndur útflutningshópur Brimborgar sem stofnaður var skömmu eftir hrun bankanna í byrjun október síðastliðins.

Að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, er samningurinn, sem undirritaður var í síðustu viku, sá stærsti sem fyrirtækið hefur gert af þessu tagi. Fara bílarnir til nokkurra landa.

„Með þessum stóra samningi erum við búnir að selja yfir 100 bíla en við höldum áfram að taka við fyrirspurnum og vinna í þeim. Nokkur dæmi eru í gangi en þó er ekkert öruggt fyrr en peningurinn er kominn í hús,“ segir Egill.

Um er að ræða sölu á nánast öllum lager Brimborgar af Ford Explorer, Escape, Edge, Expedition, Mustang og Sport Trac og segir Egill að lagerstaða Brimborgar sé með besta móti miðað við aðstæður.

Einnig verður „krúnudjásn“ Brimborgar, sportbíllinn Ford GT, seldur úr landi, þar sem Brimborg barst afar gott tilboð í hann. „Ford GT er meðal glæsilegustu bíla sem komið hafa til landsins og verður eftirsjá að honum jafnt hjá starfsfólki Brimborgar sem öðrum bílaáhugamönnum,“ segir Egill.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert