Engum getur litist á þetta

„Þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., um lagafrumvarp til breytingar á lögum um gjaldeyrismál. Jón var staddur erlendis þegar Morgunblaðið náði tali af honum og hafði því ekki haft tök á að kynna sér lagafrumvarpið í þaula. „Það getur engum litist vel á þetta, því þetta eru gjaldeyrishöft og þar með er áfram verið að grafa undan tiltrú okkar á krónunni. Hins vegar má vel vera að þetta sé illnauðsynlegt í ljósi aðstæðna,“ segir Jón og tekur fram að þessi ráðstöfun muni síður en svo styrkja starfsemi Össurar hérlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert