Ísland eftirbátur hinna Norðurlandanna

Ísland stendur hinum Norðurlandaþjóðunum langt að baki þegar kemur að staðfestingu samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Af 80 samþykktum ILO sem samþykktar hafa verið á þingum stofnunarinnar frá 1980, hefur Ísland staðfest 20 á meðan Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa staðfest nærfellt allar.

Norræna verkalýðshreyfingin sendir nú frá sér í annað sinn, sérstaka skýrslu um afdrif samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Auk þess að fjalla um afdrif einstakra samþykkta, fjallar skýrslan um starfsemi þríhliðanefnda ILO á öllum Norðurlöndunum.

Á vef Alþýðusambands Íslands segir að öll Norðurlöndin hafi staðfest grundvallarsamþykktir ILO en Ísland standi hinum Norðurlandaþjóðunum langt að baki þegar skoðuð er staðfesting annarra samþykkta. Alls eru 80 samþykktir ILO taldar vera virkar. Af þeim hefur Ísland staðfest einn fjórða en hinar þjóðirnar hafa staðfest nær allar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert