Von á matvælafrumvarpi á Alþingi

Alþingi á von á matvælafrumvarpi frá ríkisstjórninni fyrir jól.
Alþingi á von á matvælafrumvarpi frá ríkisstjórninni fyrir jól. mbl.is/Ómar

Stefnt er að því að leggja matvælafrumvarp ríkisstjórnarinnar fram á Alþingi fyrir jól. Í Bændablaðinu er haft eftir Sigurgeiri Þorgeirssyni, ráðuneytisstjóra landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis, að stutt sé í að frumvarpið komi fram. Það var til umræðu á þinginu í vor en var ekki afgreitt.

Sigurgeir segir, að gætt hafi mikillar óþolinmæði af hálfu bæði Evrópusambandsins og eins Norðmanna vegna þess, að Íslendingar hafa ekki afgreitt þessa löggjöf Evrópusambandsins.

„Það er lveg óhætt að segja að við höfum orðið fyrir þrýstingi frá báðum essum aðilum upp á síðkastið. Norðmenn geta ekki tekið þessa Evrópulöggjöf upp hjá sér fyrr en að við höfum gengið frá henni hjá okkur og þeir óttast mjög að verða beittir þriðja lands ákvæðum varðandi fiskútflutning sinn. Það er reyndar hægt að segja slíkt hið sama um innlenda aðila. Samtök atvinnulífsins og Landssamband íslenskra útvegsmanna hafa lýst yfir áhyggjum vegna þeirra tafa sem orðið hafa á málinu,“ segir Sigurgeir.

Um er að ræða löggjöf, sem m.a. gerir ráð fyrir að innflutningur á hráu kjöti verði heimilaður. Veruleg andstaða kom fram við frumvarpið á síðustu vikum þingsins í vor og var á endanum ákveðið að vinna málið áfram í sumar. 

Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir við Bændablaðið, að það komi verulega á óvart að breytingar á frumvarpinu hafi ekki verið unnar í samráði við Bændasamtökin. Í umsögn Bændasamtakanna um frumvarpið kom  fram að samtökin leggist ekki gegn amþykkt frumvarpsins verði tekið ullt tillit til þeirra athugasemda
sem koma fram í umsögninni.

„Það er ekki ætlunin að hvika frá þeim markmiðum okkar sem þar eru lögð fram,“ segir Eiríkur. Samtökin vilja m.a. einfalda ýmislegt í frumvarpinu  og gera það jákvæðara gagnvart landbúnaðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert