Miserfitt að hætta í pólitík

Davíð Oddsson seðlabankastjóri kom í fylgd lögreglu og lífvarða á fund viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Hann var kallaður fyrir nefndina þar sem hann sagði á fundi Viðskiptaráðs nýlega, að hann byggi yfir upplýsingum um ástæður þess að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum.

Fundurinn stóð í eina og hálfa klukkustund en þær upplýsingar sem beðið var um eru hinsvegar ennþá leyndarmál þar sem Davíð Oddsson ber fyrir sig bankaleynd.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í viðskiptanefnd, sagðist hafa lagt áherslu á að hann skýrði frá sinni vitneskju, í ljósi þess að það væri verið að undirbúa málsókn gegn Bretum. Hann sagði fátt nýtt hafa komið fram en það væri ljóst að það væri mönnum miserfitt að hætta í pólitík.

Davíð Oddsson sagði í viðtali við danska blaðið Fynes Stiftstidende, að hann hygði á endurkomu í stjórnmálin ef hann þyrfti að fara úr Seðlabankanum fyrr en hann vildi. Þetta setti svip sinn á fundinn með viðskiptanefnd. Davíð sagði hinsvegar eftir fundinn, að ljóst væri að hann sé á góðum aldri og þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni ef hann færi úr Seðlabankanum.

Árni Páll staðfesti, að þessi yfirlýsing Davíðs hefðu komið til umræðu á fundinum. Hann segist hafa spurt í ljósi þess að yfirlýsingar bærust um að bankastjórinn hefði meiri áhuga á stjórnmálaþátttöku hvort að það samrýmdist hans stöðu. Það þyrfti að byggja upp traust og ef það væri ekki fyrir hendi eins og nokkur vanhöld væru á, þá en vantrú væri á markaðnum væri það ljóst í hans huga að seðlabankastjórinn ætti frekar að víkja en ríkisstjórnin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert