Beðið eftir eftirlaunafrumvarpi

mbl.is/ÞÖK

Eftirlaunafrumvarpið er enn ekki komið inn á borð Alþingis og í upphafi þingfundar í morgun óskaði Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, eftir því að það kæmi sem fyrst til meðferðar. Sagði hann að miðað við yfirlýsingar formanna ríkisstjórnarflokkanna væri þar á ferð ný sérréttindaútgáfa, ættuð úr bakherbergjum ríkisstjórnarinnar.
Varaði Ögmundur við þeirri hefð að þegar Alþingi ætti að fjalla um eigin sérréttindi væri það gert í mikilli andnauð og helst í skjóli nætur.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hvatti til þess að breytingin yrði þannig að þingmenn nytu almennra lífeyriskjara eins og flestir kjósendur. Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna væru betri en annarra.

Ögmundur kallaði þetta hefnd Sjálfstæðisflokksins og sagði hana felast í yfirlýsingum um að ef breyta ætti sérréttindum þingmanna og ráðherra ætti um leið að skerða réttindi sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og annarra opinberra starfsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert