N1 lækkar eldsneytisverð

N1 hefur ákveðið að lækka verð á bensíni og dísilolíu. Lítri af bensíni lækkar um 4 krónur og lítri af dísilolíu lækkar um 6 krónur. Ástæða lækkunarinnar er sterkari staða krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og lækkun á heimsmarkaðsverði eldsneytis.

Frá byrjun október sl. eða á  tveimur mánuðum hefur N1 lækkað verð á lítra af bensíni um 38,90 krónur og á dísilolíu um 33,00 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert