Vilja ríkisstjórnina burt

Hópur fólks reyndi að varna ráðherrum inngöngu í ráðherrabústaðinn í morgun þar sem var að hefjast ríkisstjórnarfundum. Hróp voru gerð að ráðherrum þegar þeir mættu til fundarins en lögreglan hélt mótmælendum í skefjum.

Þau eiga rétt á að mótmæla sögðu Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. 

Anna Björk Einarsdóttir háskólanemi í fæðingarorlofi sem mætti til mótmælanna með barnavagn og stóð því í talsverðri fjarlægð sagði fólkið sem leit flest út fyrir að vera á tvítugsaldri koma úr mörgum hópum sem ættu það sameiginlegt að vilja ríkisstjórnina burt en friðsamleg mótmæli hefðu ekki skilað árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert