Icesave hástökkvari viðskiptaleitarorða í Google

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Samkvæmt árlegri samantekt Google leitarvefsins var bankahrunið á Íslandi einn þeirra atburða ársins sem vakti hvað mesta forvitni almennings í Bretlandi á þessu ári. Þetta kemur fram á fréttavef Times Online.

Google birtir á hverju ári lista yfir hástökkvara leitarorða og er Icesave þar efst á lista yfir ný vinsæl viðskiptaleitarorð í Bretlandi.

Af óflokkuðum fréttum vöktu sameindarafallinn, Sarah Palin, Heath Ledger, Ólympíuleikarnir í Peking og Barack Obama hins vegar mestan áhuga.

Facebook sá vefur sem flestir tengdust en fréttavefur BBC, tónlistarvefurinn YouTube, og söluvefurinn eBay voru aðrir vinsælustu vefir ársins á meðal Breta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert