„Mjög jákvæðar fréttir“

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is/Eyþór

„Þetta eru auðvitað mjög jákvæðar fréttir. Þetta eru bestu fréttir sem við höfum fengið mjög lengi,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, spurður út um viðbrögð við þeim tíðindum að nýafstaðin stofnmæling Hafrannsóknarstofnunar hafi gefið bjartari horfur af ástandi þorskstofnsins en áður.

Vísitala þorsk er nú sú hæsta frá því rannsóknirnar hófust árið 1996, rúmlega 10% hærri en hún var árin 1998 og 2004.

Friðrik segir að það sé mjög mikilvægt að vísitalan mælist mun hærri heldur en í fyrra auk þess sem það sé mjög jákvætt að 2007 árgangurinn mælist stærri nú heldur en á síðasta ári. Auk þess að vísbendingar um stærð 2008 árgangsins séu jafn jákvæðar og raun beri vitni. 

LÍÚ hefur farið þess á leit við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að hann auki við þorskkvótann allt að 30.000 tonnum. Friðrik segir að Einar hafi sagst vera að hugleiða það. Nú bíði menn eftir niðurstöðu ráðherra.

„Þetta þýðir ekki að þorskstofninn sé eins og stór og við viljum sjá hann. Við þurfum auðvitað að byggja hann upp. Það er áframhaldandi og viðvarandi verkefni,“ segir Friðrik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert