Landhelgisgæslan fær ekki skip og flugvél á næsta ári

Ný flugvél, sem verið er að smíða fyrir Landhelgisgæsluna.
Ný flugvél, sem verið er að smíða fyrir Landhelgisgæsluna.

Gera á viðauka við núverandi samning um kaup á nýrri flugvél fyrir Landhelgisgæsluna og fresta afhendingu vélarinnar til ársins 2010 en upphaflega átti að afhenda vélina í júlí á næsta ári. Fram að þeim tíma verða fjármögnunarmöguleikar athugaðir betur. Fram kemur í nýjum fjárlagatillögum ríkisstjórnarinnar, að til greina kemur að selja vélina til aðila sem endurleigir hana Landhelgisgæslunni til 10-15 ára.

Í samræmi við þetta fellur tímabundið niður 1700 milljóna króna framlag til Landhelgisgæslunnar, sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.

Þá kemur fram í tillögunum, að nánast sé frágengið að semja um frestun á  afhendingu og tveimur greiðslum til mars árið 2010 vegna nýs varðskips, sem verið er að smíða í Chile. Vilyrði skipasmíðastöðvarinnar liggur þegar fyrir. Upphafleg var gert ráð fyrir að skipið yrði afhent um mitt næsta ár.

Í tillögum ríkisstjórnarinnar segir, að reyndar geti þessi leið reynst kostnaðarsöm   þar sem ríkissjóður tapi væntanlegum bótum vegna seinkunar á framkvæmdinni.

Fram til þess tíma verða möguleikar á rekstrarleigu kannaðir ítarlega. Helst er horft til félagsins Remöy Management AS í Noregi, en verkefnið er væntanlega útboðsskylt. Með þessari aðgerð fellur niður 650 milljóna króna framlag til tækjakaupa Landhelgisgæslunnar árið 2009. 
 

Tölvuteikning af nýja varðskipinu sem verið er að smíða í …
Tölvuteikning af nýja varðskipinu sem verið er að smíða í Chile.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert