Lánsloforð Rússa til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Formlegt loforð Rússa um gjaldeyrislán til Íslands hefur borist Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að sögn Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands. Rússland hefur þar með skuldbundið sig til að hjálpa Íslandi við að rétta úr kútnum í gjaldeyrismálum.

Þetta þýðir þó ekki að lánið hafi verið afgreitt, eins og lesa mátti í rússneskum fjölmiðlum í gær. Flest atriði í sambandi við lánið á enn eftir að semja um að sögn Sturlu, svo sem endanlega upphæð, vaxtakjör og lánstíma. Þannig er einnig farið með lán frá öðrum ríkjum sem lána Íslandi í tengslum við aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann segir líklegt að samið verði um þessi atriði á næstu vikum. Í mörgu sé að snúast og það bráðliggi ekki á rússneska láninu, heldur verði mikilvægt að geta stuðst við það á næstu tveimur árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert