Björn Bjarnason: Það er ekki unnt að útiloka neitt!

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, fjallar á vef sínum um þær fréttir að breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni. Tekur hann undir orð Geirs H. Haarde, forsætisráðherra um að ekki sé hægt að útiloka neitt.

„Fjölmiðlar hafa spurt í dag: Ertu á leið úr ríkisstjórn? Þá hafa þeir einnig spurt: Er stjórnin að springa vegna yfirlýsinga Ingibjargar Sólrúnar frá því í gær um Evrópumál? Ég tek undir með Geir H. Haarde, forsætisráðherra: Það er ekki unnt að útiloka neitt!

Björn Ingi Hrafnsson er einn af útsendurum Baugs undir merkjum Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Hann beitti sér á sínum tíma í þágu Baugs, þegar FL-Group vildi bjarga sér með því að ná í fé Orkuveitu Reykjavíkur. Þá barðist hann gegn Guðna Ágústssyni innan Framsóknarflokksins. Nú vinnur hann að því að fá landsfund Sjálfstæðisflokksins til að samþykkja aðild að Evrópusambandinu. Loks virðist hann hafa skoðun á því, hver eigi að verða næsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Líklegt er, að gæðastimpill frá Birni Inga megi sín lítils innan Sjálfstæðisflokksins, þótt hann hafi hrakið Guðna Ágústsson úr formennsku í Framsóknarflokknum," að því er segir á vef Björns Bjarnasonar.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert