Hvar er inflúensan?

Sverrir Vilhelmsson

Um mánaðamótin ágúst–september síðastliðinn greindust tvö tilfelli af inflúensu á höfuðborgarsvæðinu, annað af A stofni en hitt af B stofni. Eftir það hefur ekkert inflúensutilfelli greinst á veirufræðideild Landspítalans. Einnig hefur verið fylgst náið með komum á Læknavaktina og sjúkdómsgreiningum þar undafarna þrjá mánuði. Einungis örfá tilfelli hafa greinst þar með inflúensulík einkenni, að því er fram kemur í Farsóttafréttum landlæknisembættisins.

Sömu sögu er að segja frá Norðurlöndunum, en þó eru þess merki víða í Evrópu að inflúensan sé farin að stinga sér niður. Inflúensan í ár virðist því ekki ætla að koma snemma til landsins og ekki líklegt að hún komi hér á landi fyrr en eftir áramót líkt og undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert