Símapeningar nýttir að hluta

Síminn var einkavæddur í fyrir nokkrum árum.
Síminn var einkavæddur í fyrir nokkrum árum. mbl.is/Kristinn

Fögur fyrirheit voru gefin haustið 2005 þegar ríkisstjórnin tilkynnti að 43 milljörðum af 66,7 milljarða söluandvirði Símans yrði varið til framkvæmda af ýmsu tagi fram til ársins 2012.

Samþykkt voru sérstök lög þar sem tilgreint var í hvað peningarnir skyldu renna. M.a. var gert ráð fyrir að 18 milljarðar rynnu í fyrstu áfanga hátæknisjúkrahúss á Landspítalalóðinni við Hringbraut. Nú eru breyttar aðstæður og í fyrradag var lagt fram frumvarp á þingi þar sem lagt er til að lögin um ráðstöfun söluandvirðisins verði felld úr gildi og ákvarðanir um fjármögnun þeirra framkvæmda og verkefna sem þar er fjallað um verði teknar árlega á vettvangi fjárlaga. Gert er ráð fyrir að ýmsum framkvæmdum sem kveðið er á um í lögunum verði frestað. Líkast til mun það fé sem eftir stendur af Símapeningunum renna inn í ríkissjóð, en ekki lágu í fjármálaráðuneytinu í gær fyrir upplýsingar um upphæðina.

Séu einstök verkefni skoðuð kemur í ljós að til sumra þeirra hefur stór hluti Símapeningsins skilað sér, en meira vantar upp á annars staðar. Árin 2005-2008 átti að leggja tvo milljarða króna til Landspítala vegna nýja háskólasjúkrahússins. Samkvæmt upplýsingum Ingólfs Þórissonar, verkefnisstjóra nýs háskólasjúkrahúss, skiluðu sér 1.290 milljónir af þessum peningum. Eftir standa 16 milljarðar króna. Í endurskoðuðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 400 milljónum á næsta ári til undirbúnings framkvæmdunum.

Einn og hálfur milljarður króna átti t.d. að renna til búsetuúrræða fyrir geðfatlaða. Þar af átti milljarður að koma vegna sölu Landssímans en 500 milljónir úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Sveinn Magnússon, formaður Geðhjálpar, segir að um hjálp til 160 einstaklinga á landinu öllu hafi verið að ræða. Eins og er sé í óvissu frágangur á málum 24 einstaklinga vegna fjárskorts, af 84 sem áttu að fá aðstoð í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert