Eftirlaun rædd á þingi í kvöld

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Til stendur að ræða eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í kvöld. Frumvarpinu er ætlað að koma til móts við gagnrýni sem hefur verið á eftirlaunalögin sem samþykkt voru árið 2003 og færðu réttindi æðstu ráðamanna fjær því sem gengur og gerist hjá öðrum stéttum. 

Tvö önnur frumvörp um sama mál liggja fyrir þinginu, annað frá VG en hitt frá Valgerði Bjarnadóttur, sem er varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Ríkisstjórnarfrumvarpið má nálgast í heild hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert