Fyrirtæki þrifust á blekkingum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

„Í raun má halda því fram að viðskiptalífið hafi þrifist á vissum blekkingum sem snerust um að sýna eins góða fjárhagsstöðu fyrirtækjanna og mögulegt var með því að færa allar eignir þeirra á hæsta mögulega verði og stuðla þannig að því að gengi hlutabréfanna yrði sem allra hæst,“ segir Aðalsteinn Hákonarson, löggiltur endurskoðandi og deildarstjóri hjá ríkisskattstjóra, í grein í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra.

Aðalsteinn lýsir þessu viðskiptamódeli og hvernig það hefur blásið út efnahagsreikning bankanna og fyrirtækjanna í landinu, þangað til blaðran sprakk.

„Fyrir þessa uppfinningu hafa menn fengið bæði mikið lof og há laun. Til þess að hægt væri að koma þessu í kring þurfti greiðan aðgang að lánsfé og þeir sem það fengu voru tilbúnir að greiða bönkunum háar fjárhæðir fyrir aðstoðina sem þeir veittu við að búa til ný félög til sölu á markaði. Þannig nærðust þessir aðilar með hvetjandi hætti hvorir á öðrum, bankarnir og fjárfestarnir.“

Vakin er athygli á skattalegum álitamálum. Nefnt er að forsendur fyrir gjaldfærslu vaxta vegna lána sem tekin voru vegna kaupa á fyrirtækjum kunni að vera brostnar. Einnig kunni flutningur skulda inn í fyrirtæki að flokkast sem úttekt af höfuðstól og þar með sem óskattlagðar arðstekjur hjá kaupendum.

Heildareignir tuttugu fyrirtækjasamstæðna í Kauphöll Íslands hækkuðu úr 1695 milljörðum kr. í tæplega 15 þúsund milljarða á árunum 2003 til 2007, samkvæmt lista í Tíund, blaði ríkisskattstjóra. Skráð viðskiptavild þeirra hækkaði á sama tíma úr 62 milljörðum í 931 milljarð og eigið fé jókst úr 182 milljörðum í 1772 milljarða.

Tíund

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert