Þökkuðu fyrir kaffið

Lögreglan ræðir við mótmælendur í dag.
Lögreglan ræðir við mótmælendur í dag. mbl.is/Júlíus

Á fimmta tug mótmælenda, sem fóru inn í útibú Glitnis við Suðurlandsbraut, eru horfnir á braut. Fólkið hrópaði slagorð og las hátt upp úr bæklingum um lánamöguleika, sem lágu frammi í afgreiðslunni. Starfsfólk bankans hellti upp á fyrir hópinn og fólkið þakkaði fyrir kaffið þegar það gekk út.

Fjölmennt lið lögreglu var komið á vettvang en hafðist ekki að. 

Nokkrar skemmdir voru unnar á rúðum í anddyri Fjármálaeftirlitsins í næsta húsi en þar kom fólkið að luktum dyrum. Brotnar voru rúður í fordyri hússins og komst fólkið þangað inn en fór ekki inn í anddyrið sjálft. Enginn var handtekinn vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert