Fastanefndir verði 7 í stað 12

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, telur rétt að fækka fastanefndum þingsins úr 12 í 7. Í því felist verulegur fjárhagslegur sparnaður og margvísleg hagræðing. Alþingi var frestað fyrir stundu til 20. janúar 2009.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis vék að nefndaskipan þingsins í ræðu sinni fyrir þingfrestun. Hann sagði margt mæla með fækkun fastanefnda þingsins. Væru þær 7 í stað 12, sæti hver þingmaður að jafnaði aðeins í einni nefnd. Hver þingmaður gæti þannig sinnt störfum sínum betur og stæði ekki frammi fyrir því á annatímum að fundir fastanefnda rækjust á. Færri nefndir gæfu aukið svigrúm til funda, auk þess sem staða nefndanna yrði sterkari, innan þings og utan.

Sturla benti á að slík hið sama hefði gerst þegar deildaskipting Alþingis var afnumin og fagnefndum fækkaði úr tveimur í eina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert