Varað við vindi á Vesturlandi

Það er strekkings vindur á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku og hálkublettir og éljagangur er á Holtavörðuheiði.

Á Suðurlandi eru víða hálkublettir í uppsveitum. Hálka er á Hellisheiði og hálkublettir eru í Þrengslum. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Stórhríð er á Hálfdán. Ófært er yfir Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og
Eyrarfjall. Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Á Norðausturlandi er víða flughált. Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir. Ófært er um Öxi. Á Suðausturlandi eru vegir víðast hvar auðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert