Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Ómar

Ég tek þessa dóma nærri mér og er ekki sáttur við þá,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, í grein í Morgunblaðinu í dag sem ber yfirskriftina „Setti ég Ísland á hausinn?“.

Þar segist hann hafa verið kallaður óreiðumaður, glæpamaður, fjárglæframaður, „þúsundmilljarðamaðurinn“ og sagt hafi verið að hann hafi komið Íslandi á hausinn. „Þessa viðhorfs virðist gæta víða í þjóðfélaginu, meira að segja á Alþingi og í Seðlabankanum.

Þessi viðurnefni og upphrópanir byggjast ekki á mikilli yfirvegun eða ígrundun, en eru að einhverju leyti skiljanleg í andrúmslofti reiði og öryggisleysis,“ segir Jón Ásgeir og segist reiðubúinn að axla þá sanngjörnu ábyrgð sem honum beri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert