Sýni tekin úr tjörnum við rætur Esju

Afgirt svæði þar sem hlúð hefur verið að sýktum hrossum.
Afgirt svæði þar sem hlúð hefur verið að sýktum hrossum. mbl.is/GRG

Héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarsýsluumdæmis tók í gær sýni úr tjörnum við rætur Esju, í gamla Kjalarneshreppi, til rannsóknar vegna salmonellusýkingar í hrossum sem þar gengu. Talið er að hrossin hafi drepist vegna skæðrar salmonellusýkingar.

Sýni hafa verið tekin þarna áður og kom salmonellusýkingin þá fram. Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir segir að engar efasemdir séu um að rétt hafi verið staðið að málum í fyrra skiptið en óskað hafi verið eftir opinberri sýnatöku. Leysingar hafa verið síðan sýkingin kom upp og segir Gunnar hugsanlegt að tjarnirnar hafi hreinsað sig. Það tekur um fimm daga að fá niðurstöður úr rannsóknum sýna. Í fyrrinótt var eitt hross til viðbótar aflífað vegna þess hversu illa það var haldið. Hafa þá drepist eða verið aflífuð 23 hross í því 40 hrossa stóði sem þarna gekk. Gunnar Örn segir að enn séu fjórir hestar illa haldnir og óvíst um afdrif þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert