Gengisvísitala krónu hækkaði um 80,24% á árinu

Íslenska krónan veiktist umtalsvert á árinu, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Á gamlársdag 2007 var gengisvísitalan 120 en við lokun í dag var gengisvísitala krónunnar 216,29. Breytingin er 80,24%.

Gengi Bandaríkjadals hefur hækkað um 94,95% síðustu 12 mánuði. Dollarinn kostar í dag 120,87 krónur samkvæmt gengi Seðlabankans en kostaði á gamlársdag í fyrra 62 krónur. Evran hefur á sama tímabili hækkað um rúm 86% og kostar nú tæpar 170 krónur í stað 91,20 fyrir 12 mánuðum. Breska pundið hefur hækkað um 41,15% á árinu, kostaði 124,90 krónur í ársbyrjun en kostaði í dag við lokun 175,43 krónur. Danska krónan er 86,5% dýrari í dag en í byrjun árs, kostar nú 22,81 krónu en kostaði 12,23 krónur í ársbyrjun. Svissneski frankinn hefur hækkað um 106,71% á árinu og kostar nú 113,92 krónur. Japanska jenið hækkaði mest á árinu eða um 142,19%. Jenið kostaði 0,55 krónur í byrjun ársins 2008 en kostaði við lokun í dag 1,34 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert