Bjarni sagði sig úr Framsóknarflokknum

Bjarni Harðarson
Bjarni Harðarson

Bjarni Harðarson, fyrrverandi alþingismaður, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum og útilokar ekki nýtt framboð verði boðað til þingkosninga á árinu. Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu.
 
Bjarni segir að hópur fólks hafi rætt saman og áhugi sé fyrir að bjóða fram nýjan valkost.

„Límið í þeim hópi er sú afstaða okkar að Ísland eigi ekki að ganga í ESB og að brjóta þurfi á bak aftur hið sterka flokksvald sem er ráðandi í dag,“ segir Bjarni.

Hann segist ekki ætla að fara fram fyrir Framsóknarflokkinn aftur en eftir brotthvarf Guðna Ágústssonar og með þeirri ESB stefnu sem nú sé ráðandi í Framsókn segist Bjarni ekki eiga samleið með flokknum.

„Aðalatriðið er þó að það er flokkakerfinu að kenna hversu máttlaus stofnun Alþingi er og ég tel fulla þörf á að menn utan flokka komist til áhrifa á Alþingi. Til þess þurfa að koma fram listar sem skipaðir eru heiðarlegu fólki sem ekki er múlbundið af flokkakerfinu,“ segir Bjarni í samtali við Sunnlenska.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert