Sjávarútvegurinn og ESB til umræðu á málingi Heimssýnar

Einar K. Guðfinnsson, sjávar- og landbúnaðarráðherra.
Einar K. Guðfinnsson, sjávar- og landbúnaðarráðherra.

Heimssýn hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, stendur fyrir málþingi um Evrópumál í dag rá kl. 15 - 17 undir yfirskriftinni "Sjávarútvegurinn og ESB". Í fréttatilkynningu frá hópnum sgir að á fundinum verði leitast við að fá svör við ýmsum brennandi spurningum sem kynnu að koma upp í tengslum við hugsanlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB).

Sérstakur gestur málsþingsins er Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi og sérfræðingur í EES rétti, sjávarútvegsmálum og reglum ESB. Aðrir ræðumenn verða Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva (SF).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert