Lagt til að kosið verði til stjórnlagaþings

Frá fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur nýverið.
Frá fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur nýverið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í drögum að ályktun um stjórnlagaþing sem lögð verður fyrir flokksþing Framsóknarflokksins á föstudaginn er lagt er til að samhliða næstu kosningum til Alþingis verði stjórnarskrá Íslands breytt þannig að kosið verði til stjórnlagaþings vorið eftir kosningarnar.

Samkvæmt tillögunni eru helstu álitamál sem þarf að taka afstöðu til á stjórnlagaþinginu m.a., hvort afnema eigi þingræði og taka upp beina kosningu æðstu handhafa framkvæmdarvalds, hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum og jafnvel frumkvæði að löggjöf frá almenningi og hvort þörf sé á sérstökum þjóðhöfðingja og hvert hlutverk hans eigi þá að vera.

Tillagan að ályktun var unnin með hliðsjón af niðurstöðu sérstakrar nefndar um íbúalýðræði sem Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra hefur stýrt af röggsemi um margra mánaða skeið, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofum flokksins. Jón var sem kunnugt er formaður stjórnarskrárnefndar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert