Handtekinn grunaður um íkveikju

Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var vegna eldsins í Tryggvagötu.
Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var vegna eldsins í Tryggvagötu. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið karlmann sem er grunaður um að hafa kveikt í húsinu við Tryggvagötu 10. Eigandi veitingastaðarins Krua Thai, sem er í sömu götu, segir ljóst að það hafi verið kveikt í húsinu. Sami maður hafi einnig gert tilraun til þess í gærkvöldi.

Lárus Magnússon, sem rekur veitingastaðinn Krua Thai ásamt eiginkonu sinni, sagði í samtali við mbl.is leigja út íbúð fyrir ofan Tryggvagötu 10. Þar búi kona sem hafi verið gift manninum, sem hafi áreitt hana að undanförnu.

Í gærkvöldi hafi hann hann gert tilraun til að kveikja í húsinu. Íbúarnir höfðu samband við lögregluna sem mætti á svæðið. Maðurinn, sem hafi verið undir áhrifum áfengis, hafi hins vegar náð að komast undan í bifreið.

Lárus segir að maðurinn hafi snúið aftur í dag og bankað á dyrnar. Stúlka, sem var íbúðinni, hafi svarað og spurt hvað hann vildi. Að sögn Lárusar ýtti maðurinn stúlkunni til hliðar og kastaði logandi sígarettu á blaðabunka sem var á gólfinu. Þetta hefur hann eftir stúlkunni sem hafi komið grátandi inn á veitingastaðinn.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort sá sem lögreglan hefur handtekið hafi játað á sig verknaðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert