Jafnrétti er ekki forgangsmál í íslensku samfélagi

Kristín Ástgeirsdóttir.
Kristín Ástgeirsdóttir. mbl.is/Golli

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, vék að kynbundnum launamun í ræðu sinni á Jafnréttisþingi í dag. Einn af sérfræðingum Jafnréttisstofu hefur verið að kanna hvers vegna svo fáir karlar afla sér endurmenntunar og raun ber vitni. „Svarið er einfalt,“ sagði Kristín. „Þeir hafa ekki efni á því. Konur þeirra hafa svo lág laun að þeir hafa ekki efni á að taka sér frí frá vinnu. Launamisrétti kynjanna bitnar líka á körlum.“

Yfirskrift ræðu Kristínar var: Jafnrétti kynjanna - lúxus eða þjóðhagsleg nauðsyn. Kristín sagði að brátt verði haldin stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Við undirbúning hennar hafi Norðurlöndin hugað að áhrifum loftslagsbreytinga á kynin hvort um sig. Kristín sagði að í umræðu um loftslagsmál mætti greina flest viðfangsefni sem eru hvað brýnust til að tryggja jafnrétti kynjanna. Karlar stýri nánast allri stefnumótun í umhverfismálum, nýtingu náttúruauðlinda og ráði aðgangi að þeim. „Staðreyndin er sú að það eru konur sem líða í mun ríkara mæli en karlar fyrir náttúruhamfarir og umhverfisbreytingar,“ sagði Kristín. Eins sagði hún að vopnuðum átökum fylgi kynbundið ofbeldi. Konur og börn séu 70% flóttamanna í heiminum. Eins eru þær oftar en karlar fórnarlömb mansals. Mun fleiri konur en karlar farist í jarðskjálftum. Eftir flóðbylgjuna í Asíu um jólin 2004 kom í ljós að miklu fleiri konur en karlar höfðu farist.


Kristín vék að ástandinu hér á landi og spurði hvort við ætluðum að hjakka áfram í sama farinu, hörfa til baka eða nýta þau tækifæri sem framundan eru til að skapa raunverulega nýtt Ísland. Hún benti á að þótt konur væru settar í bankastjórastöður tveggja banka á liðnu hausti hafi karlar verið í nær öllum öðrum æðstu stöðum bankanna. Engu hafi átt að breyta þrátt fyrir áminningar félagsmálaráðherra og Jafnréttisstofu. Síðan hafi komið í ljós ótrúlegt launamisrétti sem þrifist hafði innan bankanna í skjóli launaleyndar.
„Jafnrétti kynjanna er því miður ekki forgangsmál í íslensku samfélagi,“ sagði Kristín. „Meira að segja ráðherrar, þeir sem eiga að ganga á undan með góðu fordæmi, virða ekki lög um jafnrétti kynjanna. Samanber skipan í bankaráð ríkisbankanna þriggja. Aðeins eitt þeirra er skipað í samræmi við 15. grein jafnréttislaga.“ Þar segir að hlutur hvors kyns um sig skuli ekki vera minna en 40%. Kristín sagði það eiga að vera í hverri einustu stjórn en ekki í þeim samanlagt. „Ef við spornum ekki við og gerum jafnrétti og jafna stöðu kynjanna að forgangsmáli er hætt við að allt fari aftur í sama farið á nýja Íslandi,“ sagði Kristín.


Hún rifjaði upp frönsku byltinguna 1789 en þar kom fram fyrsta skipulagða kvennahreyfingin sem krafðist réttinda konum til handa. Kristín sagði að konur hafi þá fengið ýmis réttindi en svo hafi mælirinn orðið fullur. Forystukonurnar hafi verið teknar af lífi og síðan var samþykkt 1795 að hvar sem fleiri en fimm konur kæmu saman undir berum himni væri um ólöglegan útifund að ræða og þær skyldu handteknar. Þessi saga hafi endurtekið sig hvað eftir annað síðan þá.
Hér á landi þarf að grípa til markvissra aðgerða til að jafna hlut karla og kvenna í áhrifastöðum, að mati Kristínar.

„Ég mæli með kvótum,“ sagði Kristín. Hún vísaði þar til kvóta eins og þeirra sem 15. grein jafnréttislaga kveður á um varðandi nefndir, stjórnir og ráð. „Bréf og tilmæli duga skammt og við ætlum ekki að bíða til eilífðar á nýja Íslandi,“ sagði Kristín og uppskar lófatak ráðstefnugesta. „Kvótar snúast ekki um það að koma óhæfum konum til valda, heldur um að brjóta niður aldagamlar hefðir, valdakerfi og ríkjandi kynjakerfi.“


Á þessu ári verða liðin 100 ár frá því að allar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til sveitastjórna á Íslandi. Þetta gerðist ári eftir að listi kvenna vann stórsigur í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík og kom fjórum konum að.
„Hugsum okkur að þær Katrín Skúladóttir Magnússon, Þórunn Jónassen og Bríet Bjarnhéðinsdóttir, konurnar sem voru í þremur efstu sætum kvennalistans árið 1908, hittust í himaríki, þar sem þær eru örugglega allar klæddar peysufötunum sínum, settust saman á ský og horfðu niður til okkar á ísaköldu landi. Ég held að þær myndu spyrja:

„Af hverju eruð þið ekki komin lengra? Skilaði barátta okkar ekki meira en þessu? Hvað varð um arfinn sem við lögðum ykkur í hendur? Til hvers voru öll þessi réttindi ef þau voru ekki nýtt? Af hverju standa ekki konur og karlar hlið við hlið við að byggja upp jafnstöðusamfélagið? Af hverju eru karlar ekki að ræða og skoða stöðu sína eins og karlarnir í Noregi? Og þið góðu konur, ætlið þið að láta karla um að móta nýja Ísland?“ Nei, nú er tækfærið til að skapa, nú er tækifærið til að breyta. Lærum af gömlu konunum sem gripu til sinna ráða og ruddu lýðræði, kvenfrelsi og jöfnuði braut. Við verðum að finna okkar leiðir. Ekki á morgun heldur strax! Jafnrétti kynja þolir enga bið! Börnin eiga það skilið, umhverfið krefst þess, framtíðin kalla á það til þess að íslenskt samfélag lifi af og verði það fyrirmyndarsamfélag sem við skuldum okkur sjálfum og þeim baráttukonum og körlum sem gengu á undan okkur,“ sagði Kristín.


Innlent »

Próflaus á 141 km hraða

09:36 Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

09:33 Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

09:27 Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »

Fá þrjú þúsund evrur vegna PIP-brjóstapúða

09:16 Meirihluti 200 íslenskra kvenna sem höfðuðu hópmálsókn gegn eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland fékk í gær greiddar bætur að fjárhæð þrjú þúsund evrur sem samsvarar rúmlega 386 þúsund krónum. Meira »

GAMMA sektað um 23 milljónir

08:52 Fjármálaeftirlitið og GAMMA Capital Management hf. hafa gert samkomulag um sátt vegna brots GAMMA sem viðurkenndi að hafa fimm sinnum brotið gegn lögum um verðbréfasjóði með því að fjárfesta í eignarhlutum í einkahlutafélögum fyrir hönd fjárfestingarsjóða í rekstri málsaðila og tilkynna ekki FME. Meira »

Þór Saari tekur þátt í prófkjöri Pírata

08:43 Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, ætlar að taka þátt í prófkjöri Pírata sem fram fer síðar í mánuðinum.  Meira »

„Mikill kraftur í Vestmannaeyjum“

08:18 „Stjórn fyrirtækisins hafði samband við mig og bauð mér ritstjórastólinn. Ég var búin að koma hugmyndum mínum á framfæri við hana og þeim var vel tekið,“ segir Sara Sjöfn Grettisdóttir, nýr ritstjóri Eyjafrétta frá 1. september sl. Meira »

Ofanflóðagarðar vígðir í Neskaupstað

08:27 Ný ofanflóðamannvirki á Tröllagiljasvæðinu í Neskaupstað voru vígð við hátíðlega athöfn í vikunni. Framkvæmdirnar voru unnar á árunum 2008 til 2017. Áhersla var lögð á að þær féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu að bættri aðstöðu til útivistar. Meira »

Innkalla Mitsubishi Pajero

08:11 Hekla hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Málmflísar eru sagðar geta losnað úr púðahylkinu og valdið meiðslum en engin slík tilfelli hafa komið upp hér á landi eða í Evrópu. Meira »

Fjölgun mála með ólíkindum

07:57 „Það er með ólíkindum hvað koma mörg mál til okkar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar en mjög mikil fjölgun hefur orðið á erindum og verkefnum sem koma inn á borð Persónuverndar. Meira »

Drengirnir ekki komnir inn í framhaldsskóla

07:49 Enn eru tveir fatlaðir 16 ára drengir ekki komnir með skólavist í framhaldsskóla nú í haust. Eins og komið hefur fram í fréttum var þeim báðum synjað um skólavist vegna plássleysis. Meira »

Verða yfirheyrðir áfram í dag

07:45 Tveir menn sem voru handteknir á vettvangi alvarlegrar líkamsárásar, sem leiddi til dauða konu, hafa verið yfirheyrðir í nótt og verða yfirheyrðir áfram í dag. Væntanlega verður farið fram á gæsluvarðhald síðar í dag, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Líkur á niðurrifi á húsi OR hafa aukist

07:37 Sú leið að gera við veggi vesturhúss höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verður líklega ekki farin. Líkur á niðurrifi virðast því hafa aukist. Meira »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Stormviðvörun fyrir morgundaginn

06:42 Búist er við stormi (meira en 20 m/s) sunnantil á landinu á morgun. Spáð er mikilli rigningu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum á morgun, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Píanó til sölu
Yamaha, 25 ára, hvítt, í góðu ásigkomulagi og nýstillt. Stóll úr beyki fylgir. ...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...