Hátt í 8.000 undirskriftir

mbl.is/Eyþór

Hátt í 8.000 manns hafa skráð nafn sitt á vefsíðuna www.kjosa.is og stutt þá kröfu að efnt verði til Alþingiskosninga eins fljótt og auðið er, að því er forsvarsmenn síðunnar segja.

„Kjósendur á Íslandi telja ekki fært að hefja uppbyggingarstarf eftir bankahrunið nema með endurskoðuðu umboði stjórnvalda.

Í lýðræðisþjóðfélagi er það aðeins hægt með kosningum til Alþingis og myndun ríkisstjórnar byggða á þeim meirihluta sem þá nær saman eða þjóðstjórn fái enginn flokkur skýrt umboð kjósenda,“ segir á vefsíðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert