Samfylking í Hafnarfirði vill slíta stjórnarsamstarfi

Stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði samþykkti í gærkvöldi samhljóða „stuðning við ályktun félagsfundar Samfylkingarinnar í Reykjavík frá í því gærkvöldi, þess efnis að skora á þingflokk Samfylkingarinnar að beita sér fyrir því að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið.“ Þá fagnar stjórn félagsins yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar um að kosið skuli til Alþingis í vor.
 
„Stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði leggur jafnframt þunga áherslu á að nýtt stjórnarsamstarf verði myndað á forsendum raunverulegrar ábyrgðar. Í því felst meðal annars að skipt verði tafarlaust um yfirstjórn í Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og öðrum þeim stofnunum sem eru í dag algjörlega rúnar trausti íslensks almennings og alþjóðasamfélagsins,“ að því er segir í samþykktinni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert