Skíðað fyrir norðan

mbl.is/Kristján Kristjánsson

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið í dag frá kl. 10-16. Skíðafæri er hið besta enda hefur töluvert snjóað síðustu daga. Þá er skíðasvæði Tindastóls við Sauðárkrók einnig opið. Lokað er í Bláfjöllum í dag vegna veðurs og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hefur göngumótum og námskeiðum sem fara áttu fram í dag verið frestað til morguns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert