Vill 31.461 krónu í bætur

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason.

Mál Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og framkvæmdastjóra Samtaka fjárfesta, og dætra hans gegn stjórn Straums Burðaráss og bankanum sjálfum til vara verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. febrúar.

Vilhjálmur og dætur stefndu stjórninni þar sem hún samþykkti að selja 550 milljónir hluta á genginu 18,6 hinn 17. ágúst 2007 en meðalgengið var 19,17 og fór ekki neðar en í 18,9, samkvæmt stefnunni. Hefði verið selt á meðalgenginu hefði fengist 313,5 milljónum króna meira fyrir hlutinn. Félagið hefði því orðið af þeirri fjárhæð.

Vilhjálmur hefur fallið frá veigamesta liðnum í stefnunni, þar sem hann fór fram á 592.632 krónur með vöxtum í bætur þar sem hann var ekki nægilega reifaður, að sögn sækjandans Guðna Á. Haraldssonar. Vilhjálmur fer nú fram á 31.461 krónu í skaðabætur auk vaxta.

„Þetta er prinsípmál,“ segir Guðni og neitar að gefa upp hver greiðir fyrir málsóknina. „Mér er óheimilt að upplýsa það.“

Hann segir að það liggi fyrir að stjórnin seldi fimm prósenta hlut í bankanum einhverjum kaupanda á undirverði. „Fjármálaeftirlitið óskaði eftir upplýsingum um söluna og hóf rannsókn á henni í nóvember 2007 og í júní 2008 óskaði ég eftir upplýsingum um rannsóknina. Svo hrundu bankarnir og ég heyrði í forstöðumanni Fjármálaeftirlitsins nú í desember sem sagði ekkert komið út úr rannsókninni.“

Vilhjálmur hefur skorað á stjórn Straums Burðaráss að upplýsa hver keypti hlutinn. Þeir vísi í að Landsbankinn í Lúxemborg hafi verið viðskiptaaðilinn.

Ekki náðist í Gísla Hall, verjanda Straums Burðaráss.

Í hnotskurn
» Vilhjálmur Bjarnason stefnir Björgólfi Thor Björgólfssyni, Birgi Má Ragnarssyni, Guðmundi Kristjánssyni, Friðriki Hallbirni Karlssyni og James Leitner, en bankanum til vara.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert