Staðinn að ólöglegum veiðum

Varðskip Landhelgisgæslunnar stóð í dag línu- og handfærabátinn Ólaf HF 200 að meintum ólöglegum veiðum í skyndilokunarsvæði norður af Vatnsleysuströnd.  

Þá hafði  lögreglan á Þórshöfn í dag samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þar sem í fjörunni á Langanesi fannst torkennilegt dufl. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar kannaði málið en og fékk sendar myndir  frá Þórshöfn. Var þá  hægt að greina hlutinn  en um var að ræða svonefnda „mann fyrir borð" bauju.
 
Landhelgisgæslan hvetur almenning til hafa samband eða gera lögreglu viðvart ef það verður vart við torkennilega hluti í sjó eða í fjörum landsins. Mjög varhugavert er að eiga við slík fyrirbæri.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert