Enn hækkar matarkarfan

Hækkanir á mjólkuvörum, ostum, grænmeti og ávöxtum eru áberandi miklar …
Hækkanir á mjólkuvörum, ostum, grænmeti og ávöxtum eru áberandi miklar í öllum verslunum.

Vörukarfa ASÍ hélt áfram að hækka mikið á milli verðmælinga verðlagseftirlitsins í lok október og nýjustu mælingarinnar sem gerð var í verslunum um miðjan janúar. Á þessu tveggja og hálfs mánaða tímabili hækkaði vörukarfan um 5-13% í öllum verslunarkeðjum að Nóatúni og Samkaupum-Úrvali undanskildu þar sem karfan hækkaði um 1-3%.

Hækkanir á mjólkuvörum, ostum, grænmeti og ávöxtum eru áberandi miklar í öllum verslunum. Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði að þessu sinni mest á milli mælinga í Krónunni um 12,7% og í 10-11 um 11,2%.

Í Bónus nam hækkunin 8,1%, í Nettó 7,8% og í Samkaupum-Strax 7,2%. Minnst hækkaði verð körfunnar í Nóatúni um 1,2% á milli mælinga.

Í lágvöruverðsverslunum hækkaði vörukarfan mest í Krónunnni um 12,7%, kjötvörur í körfunni hækka mest (21,2%) ásamt sætindum (17,5%), grænmeti og ávöxtum (15%) og drykkjarvörum (14,5%).

Í Bónus hækkaði vörukarfan um 8,1% á milli verðmælinga, mjólkurvörum (12,1%) og sætindum (13,5%) en auk þess hækka drykkjarvörur (12%) og ýmsar matvörur (11,2%) í körfunni mikið.

Heildarkarfan í Nettó hækkaði um 7,8% frá því í lok október og má rekja þá hækkun að mestu til hækkana á grænmeti og ávöxtum (21,3%), mjólkurvörum (14,6%) og ýmsum matvörum (17,4%) í körfunni.

Í Kaskó hækkaði vörukarfan minnst af lágvöruverðsverslunum um 4,9% og skýrist sú hækkun að mestu af hækkun á ávöxtum og grænmeti (15,3%), mjólkurvörum (14,8%), og brauði og kornvörum (8,7%) í körfunni en á móti lækka kjötvörur (-6,2%) í körfunni í verði.

Hagkaup hækkaði mest af stórmörkuðum

Í stórmörkuðunum hækkaði verð vörukörfunnar mest, á milli verðmælinga í október lok og um miðjan janúar, í Hagkaupum, um 5,2% sem rekja má að mestu til hækkana á mjólkurvörum (10,3%), grænmeti og ávöxtum (10,4%) og kjötvörum (6,7%) í vörukörfunni.

Í Samkaupum-Úrval hækkaði heildarkarfan um 2,9% á milli mælinga sem skýrist að mestu af hækkun á grænmeti og ávöxtum (17,3%), mjólkurvörum (8,6%) og kjötvörum (5,8%) í körfunni. Verð vörukörfunnar hækkaði minnst í Nóatúni á tímabilinu, um 1,2%, en þar hækka mjólkurvörur (7,9%) ásamt grænmeti og ávöxtum (6,8%) mest en á móti vegur lækkun á brauði og kornvörum (-7,5%) og drykkjarvörum (-6,7%) í körfunni. Í klukkubúðunum hækkaði verðið á vörukörfu ASÍ mest í 10-11, um 11,2%, á milli mælinga. Sú hækkun skýrist að mestu af hækkun á mjólkurvörum (14,6%), brauði og kornvörum (13,4%), ýmsum matvörum (15%) og hreinlætisvörum (23,3%) í körfunni.

Í Samkaupum-Strax hækkaði verð heildarkörfunnar um 7,2%% á tímabilinu sem rekja má að mestu til hækkana á mjólkurvörum (13,1%), grænmeti og ávöxtum (12,1%), ýmsum matvörum (11,7%) og drykkjarvörum (17,4%) í vörukörfunni. Minnst hækkun vörukörfunnar í klukkubúðunum var í 11-11, þar sem heildarkarfan hækkaði um 4,9% á milli mælinga í október og janúar. Hækkunin þar skýrsti helst af hækkun á grænmeti og ávöxtum (10%), mjólkurvörum (9,9%), drykkjarvörum (7,5%) og hreinlætisvörum (7%) í vörukörfunni, að því er segir á vef ASÍ.

Vefur ASÍ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert