Íslensku vefverðlaunin afhent

Samtök vefiðnaðarins,  hefur kynnt þá vefi sem dómnefnd Vefverðlaunanna 2008 hefur valið til úrslita í hverjum flokki. Vefverðlaunin 2008 verða veitt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 30. janúar næstkomandi en þau eru veitt af Samtökum vefiðnaðarins og ÍMARK.

Til úrslita keppa:

Besti sölu- og þjónustuvefurinn
• Borgarleikhús (www.borgarleikhus.is)
• Flugfélag Íslands (www.flugfelag.is)
• Icelandair.is (www.icelandair.is)
• Miði.is (www.midi.is)
• Síminn (www.siminn.is)

Besti fyrirtækjavefurinn
• Bláa lónið (www.bluelagoon.com)
• Ísafold Travel (www.isafoldtravel.is)
• Marel (www.marel.com)
• Pósturinn (www.postur.is)
• Síminn (www.siminn.is)

Besti vefur í almannaþjónustu
• Akraneskaupstaður (www.akranes.is)
• Fasteignaskrá Íslands (www.fasteignaskra.is)
• Ísland.is (www.island.is)
• Pósturinn (www.postur.is)
• Veðurstofa Íslands (www.vedur.is)

Besti afþreyingarvefurinn
• Kvikmyndir.is (www.kvikmyndir.is)
• Iceland Socks (www.myicelandsocks.com)
• Skjárinn (www.skjarinn.is)
• Tónlist.is (www.tonlist.is)
• Vísir (www.visir.is)

Besta útlit og viðmót
• Flugmálastjórn Íslands (www.caa.is)
• Icelandair (www.icelandair.is)
• Ísafold Travel (www.isafoldtravel.is)
• Pósturinn (www.postur.is)
• Síminn (www.siminn.is)

Besti einstaklingsvefurinn
• 24x24 (www.24x24.is)
• Brjóstakrabbamein (www.brjostakrabbamein.is)
• Cafe Sigrún (www.cafesigrun.com)
• Hjartalíf (www.hjartalif.is)
• Indefence (www.indefence.is)

Að auki verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta íslenska vefinn 2008 og Björtustu vonina 2008 úr hópi allra þeirra vefja sem keppa til úrslita.

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við.

Vefverðlaunin voru fyrst haldin árið 2000.

Samtök vefiðnaðarins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert