Skrifstofum Ferðamálastofu lokað

Skrifsstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum vann m.a. að kynningu á Íslandi …
Skrifsstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum vann m.a. að kynningu á Íslandi í tengslum við frumsýningu myndarinnar The Bucket List.

Fram kemur á danska vefnum Stand by að ákveðið hafi verið að loka skrifstofum Ferðamálastofu erlendis. Segir þar að skrifstofunni á Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn verði í síðasta lagi lokað í lok apríl.

Engar upplýsingar hafa fengist um málið hjá Ferðamálastofu í Reykjavík í morgun. 

Fram kemur á Stand by að fréttatilkynning um málið sé væntanleg á mánudag og að engar frekari upplýsingar hafi fengist er eftir því var leitað, hvorki á skrifstofunni í Kaupmannahöfn né í Reykjavík.

Þá segir að ekki séu nema nokkrir mánuðir síðan íslensk yfirvöld hétu því að standa vörð um starfsemi skrifstofunnar enda litu þau á ferðamannaiðnaðinn sem nauðsynlegan þátt í baráttu Íslendinga við að komast út úr kreppunni.

Ferðamálastofa rekur skrifstofur í Kaupmannahöfn, Frankfurt og New York.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert