Samúel Örn horfir til heimasveitar

„Ef ég fengi áskorun um að bjóða mig fram í Suðurkjördæmi myndi ég íhuga það alvarlega. Þar er jú mín heimasveit," segir Samúel Örn Erlingsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í samtali við Sunnlenska fréttablaðið en blaðið birtir úttekt á væntanlegum frambjóðendum í kjördæminu.

Í úttekt Sunnlenska segir að Samúel Örn sé talinn líklegur til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi en einnig er talið víst að Eygló Harðardóttir, ritari flokksins, hafi hug á að leiða listann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert