DV hættir útgáfu á mánudögum

Reynir Traustason er ritstjóri DV
Reynir Traustason er ritstjóri DV Ingó

Ákveðið hefur verið að mæta samdrætti á auglýsingamarkaði og mikilli hækkun á kostnaði með því að hlé verður gert á mánudagsútgáfu DV. Þetta kemur fram í DV í dag.

„Samhliða þessu lækkar áskriftarverð um sjö prósent og verður 2.790 krónur. Miklar hækkanir að undanförnu á þjónustu, prentum og aðföngum kalla á tafarlausar aðgerðir í að draga saman útgjöld. Þessum aðgerðum fylgja engar uppsagnir á ritstjórn DV.

Sú breyting verður gerð á helgaráskrift meðan á útgáfuhléi mánudagsblaðsins stendur að hún nær yfir helgarblaðið og það blað sem kemur út á fimmtudegi. Hingað til hafa þeir sem eru með helgaráskrift fengið helgarblaðið og mánudagsblað," að því er fram kemur í DV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert