Opnunartíma breytt til hagræðis

Fiskisaga styttir opnunartíma og færir til starfsfólk.
Fiskisaga styttir opnunartíma og færir til starfsfólk. Eggert Jóhannesson

Ráðningarsamningum starfsfólks verslana Fiskisögu hefur verið sagt upp vegna skipulagsbreytinga í rekstrinum. Fólkið verður ráðið aftur og á sambærilegum kjörum að því er Gísli Reynisson, fjárfestir og stjórnarmaður í Nordic Sea ehf., vissi best til. Nordic Sea á verslanir Fiskisögu ásamt öðru.

Gísli sagði að breytingarnar séu gerðar til þess að endurskipuleggja reksturinn í ljósi ríkjandi aðstæðna á Íslandi. Ekki stendur til að draga úr gæðunum og er áfram stefnt að því að bjóða hágæða fiskvöru og persónulega þjónustu, þótt viðskiptavinir þurfi að greiða örlítið meira fyrir það. Á liðnu hausti var lokað fjórum búðum Fiskisögu, en Gísli sagði enga ákvörðun liggja fyrir um lokun fleiri búða.

Nú á m.a. að breyta opnunartíma og verða búðirnar opnaðar seinna að morgni en var. Þær verða opnar jafn lengi frameftir degi og var. Einnig stendur til að færa fólk á milli verslana og í sumum tilvikum verið að breyta vinnutíma starfsmanna. Um 30 manns munu vinna hjá Fiskisögu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert