13.280 á atvinnuleysisskrá

Alls eru 13.280 skráðir á atvinnuleysisskrá
Alls eru 13.280 skráðir á atvinnuleysisskrá mbl.is/Kristinn

Alls eru 13.280 einstaklingar skráðir á atvinnuleysisskrá, 8.354 karlar og 4.926 konur, samkvæmt vef Vinnumálastofnunar. Á höfuðborgarsvæðinu eru 8.387 einstaklingar skráðir á atvinnuleysisskrá.

Vinnumálastofnun greiðir út atvinnuleysistryggingar í dag til um 9.500 einstaklinga fyrir tímabilið 20. desember – 19. janúar. Viljum við vekja athygli á því að þar sem umfang er óvenju mikið þá mun það taka fram eftir degi fyrir stofnunina og banka að koma þessum greiðslum inn á bankareikninga.

Skráð atvinnuleysi í desember var 4,8% að meðaltali eða 7.902 manns og jókst atvinnuleysi um 45% að meðaltali frá nóvember eða um 2.458 manns. Atvinnuleysið í desember er það mesta frá því í janúar árið 1997.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert