Tekist á um piparúða

Piparúða var beitt á mótmælendur á Austurvelli fyrir skömmu. Hér …
Piparúða var beitt á mótmælendur á Austurvelli fyrir skömmu. Hér sést hvernig reynt var að kveikja í Alþingishúsinu. mbl.is

Svar embættismanna heilbrigðissviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um heilsufarsleg áhrif piparúða á þá sem fyrir honum verða veitir ekki fullnægjandi svar um mögulega skaðsemi hans, að mati Guðrúnar Erlu Geirsdóttur, varaborgarfulltrúa Samfylkingar.

Máli sínu til stuðnings vísar Guðrún Erla til álitsgerðar Eitrunarmiðstöðvarinnar, sem aðgengileg er í styttri útgáfu á netinu, að því er virðist, þar sem segir að einkenni komi fljótt fram en vari yfirleitt stutt, í 20-30 mínútur, en geti jafnvel „varað dögum saman".

„Atsmasjúklingar og aðrir með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma eru viðkvæmari," segir í greinargerðinni og telur Guðrún Erla að með því sé áhyggjum af skaðsemi úðans á þessa einstaklinga ekki svarað að fullu.

Guðrún Erla, sem á sæti í heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar, segir koma fram í greinargerðinni að piparúði innihaldi alkalóíðan capsacain, sem sé unnin úr piparávöxtum, þar með talið cayenne-pipar.

Í áðurnefndri álitsgerð, sem er undir fyrirsögninni „Piparúði og táragas“, og er aðgengileg á netinu, segir að nota beri „hlífðarfatnað við ummönnun sjúklingsins vegna mengunarhættu“ og að setja beri „menguð föt í plastpoka og loka vel“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert