Ómar Ragnarsson: „Skelfileg lífsreynsla“

Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson Ragnar Axelsson

Fréttin hér á mbl.is í gær um bandaríska piltinn sem fór í sitt fyrsta fallhlífarstökk með látnum leiðbeinanda verður Ómari Ragnarssyni tilefni til að rifja upp þegar hann varð fyrsti farþeginn í loftbelgsflugi á Íslandi 1976 - með skelfilegum hætti.

„Atvikið þegar nemandinn í fallhlífarstökkinu lenti með deyjandi leiðbeinanda vekur vondar minningar í huga mér.

Ég varð fyrsti farþeginn í loftbelgsflugi á Íslandi 1976 á skelfilegan hátt. Vindurinn var allt of mikill og flugstjórinn sem stóð í körfunni sagði mér að halda henni fastri ásamt aðstoðarmönnum á meðan hann kynti loftbelginn með heitu lofti svo að loftbelgurinn reis smám saman skáhallt upp í loftið vegna vindsins.

Þá hrópaði flugstjórinn: „Þegar ég segi: Sleppa!, - eiga allir að sleppa nema Ómar. Þú heldur takinu, Ómar, og klifrar um borð."

Um leið og allir slepptu nema ég fóru loftbelgurinn og karfan neðan í honum á fleygiferð eftir túninu á Álftanesi, sem við vorum á. Ég komst ekki um borð en hékk á körfunni.

Karfan endasentist eftir túninu með mig hangandi utan á henni og fór í gegnum girðingu og grjót við Álftanesveginn. Bæði stígvélin mín urðu eftir í girðingunni.

Karfan fór síðan á fleygiferð yfir Álftanesveginn og í gegnum urð og aðra girðingu þar. Enn hékk ég utan á henni. Það var búið að tilkynna fjölmiðlunum það að þetta yrði fyrsta loftbelgsflug með farþega á Íslandi.

Þá loksins lyftust belgurinn og karfan frá jörðu með mig enn hangandi utan á körfunni. Skyndilega áttaði ég mig á því að ég myndi ekki komast upp í körfuna heldur hanga bjargarlaus utan á henni, nema að flugstjórinn kæmi mér til bjargar.

Ég hafði búist við að flugstjórinn hjálpaði mér en hann var greinilega búinn að gleyma mér eða afskrifa mig og kynti gashitatækið eins og óður væri. Hávaðinn í gastækinu var svo mikill að hann heyrði ekki hróp mín.

Þá kom eitt skelfilegasta augnablikið í lífi mínu þegar ég sá jörðina fjarlægjast þegar belgurinn þeyttist upp á við og áttaði mig á því að ég gæti ekki haldið takinu miklu lengur.

Til allrar hamingju kom niðurstreymi og belgurinn lækkaði flugið á ný en þá tók við önnur skelfing: Karfan byrjaði að snúast og á tímabili virtist svo sem ég yrði öfugu megin á henni, miðað við stefnu belgsins undan vindinum, og að hún myndi skella þannig á jörðinni að hún kremdi mig undir sér.

Enn var heppnin yfir mér. Karfan skall í jörðina eftir að hafa snúist í heilan hring og ég missti takið, losnaði frá henni og kútveltist í móanum.

Nokkrir blaðamenn urðu vitni að þessum ósköpum og voru fegnir að sjá mig koma haltrandi til baka á sokkaleistunum með blóðuga fætur eftir grjót og gaddavír. Ég er enn með ör á hægri fæti eftir þessar hrakfarir.

Ekki var til setunnar boðið, heldur þeyst af stað og farið á eftir belgnum í flugvél. Endalok ferðar belgsins urðu þær að hann flaug á háspennulínu í Melasveit, hálfbrann og skall niður á tún um leið og hann kortslúttaði sveitinni!

Flugstjórinn marðist en slapp óbrotinn.

Eftir á fékk ég þær upplýsingar að svona loftbelg, sem lyft er af heitu lofti, megi ekki taka á loft nema mest 3-4 hnúta vindi. Vindurinn í flugtakinu á Álftanesi var hins vegar 25-30 hnútar!“

Blogg Ómars


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Íslenskt lambakjöt verndað afurðaheiti

12:47 Markaðsráð kindakjöts í Reykjavík hefur sótt um vernd til Matvælastofnunar fyrir afurðaheitið „íslenskt lambakjöt.“ Auglýsir Matvælastofnun hér með andmælafrest vegna þessa til 23. október. Meira »

„Gömlu leiðirnar“ gangi ekki upp

12:35 „Við erum að reyna að horfa á þetta í stærra samhengi og reyna að koma með langtímalausnir þannig að við séum ekki alltaf að upplifa endurtekið efni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Útilokar að Nikolaj sé gerandi

12:12 „Mér finnst það útilokað,“ sagði Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurður um það hvort Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen geti hafa verið gerandi í máli Birnu Brjánsdóttur. Meira »

„Það var haft rangt við“

12:10 „Ég hafði hvorki né hef nokkuð á móti þessum göngum. Þau eru í sjálfu sér eðlileg. En fyrir mér var verið að gera vitleysu,“ segir Mörður Árnason, sem var stjórnarþingmaður í samgöngunefnd Alþingis þegar þingið ákvað að heimila ríkisábyrgð á 8,7 milljarða króna kostnaði við gerð Vaðlaheiðarganga. Meira »

Seinkun vegna tæknibilunar hjá Primera

11:54 Flugfélagið Primera Air hefur þurft að seinka flugi sínu frá Keflavíkurflugvelli til Trieste á Ítalíu. Upphaflega átti vélin að fara snemma í morgun en félagið ber fyrir sig tæknibilun. Meira »

Nokkrar tilraunir til fjárkúgunar

11:41 Vefveiðar og svikapóstar eru stærsti einstaki flokkur atvika sem skráð voru hjá netöryggisveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS, á síðasta ári. Tilkynningar til netöryggissveitarinnar koma að mestu leyti erlendis frá, að því fram kemur í ársskýrslu. Meira »

Blóð úr Birnu um allan bílinn

11:06 Blóð úr Birnu Brjánsdóttur var að finna um alla Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller og Ni­kolaj Olsen höfðu á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins þegar Birna hvarf. Fundust blóðblettir meðal annars í aftursæti bílsins, í lofti, á hraðamæli, í sólskyggni og á hurð hans. Meira »

Magakveisa og mötuneyti lokað

11:08 Magakveisa hefur herjað á um helming starfsfólks Hörðuvallaskóla og hefur meðal annars þurft að aflýsa viðtölum í nokkrum bekkjardeildum í dag vegna þess. Samkvæmt tilmælum læknis skólans verður mötuneyti skólans lokað í dag og á morgun til að draga úr smithættu. Meira »

Thomas Olsen mætti ekki í dómsal

10:15 Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, mætti ekki til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, situr þinghaldið fyrir hans hönd. Meira »

Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

10:11 Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans. Meira »

Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn

10:07 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hlaut tæpar 27 milljónir króna í styrki á stofnári sínu samkvæmt ársreikningi síðasta árs sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Meira »

Gantaðist með að Birna væri um borð

09:42 Nukaaraq Larsen, einn skipverja af Polar Nanoq, er fyrstur til að bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Meira »

Rúmlega 13 þúsund nemendur við HÍ

09:01 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi. Alls voru 13.307 nemendur skráðir í Háskólanum árið 2016 þar af voru flestir í grunnnámi eða 64,7%. Tæplega þrjú þúsund manns brautskráðust árið 2016, þar af 67 doktorar. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Elsti félaginn í Lions á Íslandi

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...