Inntökupróf slegin af

Nemendur að þreyta samræmd próf á meðan þau voru við ...
Nemendur að þreyta samræmd próf á meðan þau voru við lýði mbl.is
Hugmyndir nokkurra framhaldsskóla um inntökupróf vegna afnáms samræmdra prófa í 10. bekk grunnskólanna nú í vor voru slegnar af í menntamálaráðuneytinu.

„Ráðuneytið lagðist gegn þeim. Í nýrri löggjöf um samfellu náms á fyrstu þremur skólastigum íslenska skólans, sem tók gildi í fyrrasumar, eru ákveðnar reglur, meðal annars um það með hvaða skilyrðum nemendur eru teknir inn í framhaldsskóla. Þeir eiga að líta á skólaeinkunnir nemenda þegar þeir koma beint úr grunnskólum. Það er stóra viðmiðunin,“ segir Þórir Ólafsson, sérfræðingur á skrifstofu menntamálaráðuneytisins.

Hann bendir jafnframt á að nú eigi 16 og 17 ára nemendur rétt á námi í framhaldsskóla.

Í stað samræmdra prófa í 10. bekk verða samræmd könnunarpróf í stærðfræði, íslensku og ensku sem eiga að vera í byrjun skólaársins. Framhaldsskólarnir fá ekki niðurstöður úr þeim könnunum, heldur niðurstöður úr vorprófum nemenda.

Þorkell H. Diego, yfirkennari í Verzlunarskóla Íslands, segir að vegna afnáms samræmdu prófanna hafi menn velt upp öllum mögulegum hugmyndum í sambandi við innritun nýrra nemenda, meðal annars inntökuprófi.

„Framkvæmdin er dýr og menn sáu í hendi sér að hún gengi ekki upp fyrir þann fjölda sem við erum með. Afnám samræmdra prófa er ákveðinn þáttur sem við höfum áhyggjur af en við verðum að treysta því að skólarnir fari eftir námskrá og að einkunnin 7 í einum skóla sé sambærileg við einkunnina 7 í öðrum,“ segir Þorkell.

Skólastjórnendur í Verzlunarskólanum hafa þegar ákveðið hvernig valið verður inn í skólann fyrir næsta skólaár, að sögn Þorkels. „Við gerum ráð fyrir að allir taki sama nám hjá okkur á fyrsta ári. Við tökum mið af fjórum skólaeinkunnum, íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli þar sem íslenska og stærðfræði hafa tvöfalt vægi. Sumir skólar velja beint inn á brautir og hafa þá önnur viðmið.“

Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri Foldaskóla í Grafarvogi og formaður stjórnar Skólastjórafélags Íslands, segir að samræmdu prófin hafi stýrt kennslunni töluvert. „Nú ætti að draga verulega úr því. Það var komin töluverð gagnrýni á samræmdu prófin í því formi sem þau voru. Samræmdu könnunarprófin, sem verða í byrjun skólaárs, eiga að koma að gagni fyrir nemendur og skólann. Það verður þá hægt að bregðast við í samræmi við kunnáttu nemenda.“

Að sögn Kristins verða samræmdu könnunarprófin, sem framvegis eiga að vera í byrjun skólaárs, lögð fyrir nemendur í vor þar sem of skammur tími hafi verið til undirbúnings frá því að nýja löggjöfin tók gildi.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþings 5. október. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...