Staðan metin ef Ísland sækir um ESB-aðild

Jonas Gahr Støre.
Jonas Gahr Støre. Reuters

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir í bréfi til utanríkismálanefndar norska Stórþingsins, að norska ríkisstjórnin fylgist grannt með þróun mála á Íslandi og umræðum um hugsanlega aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu.

„Ef Ísland ákveður að sækja um aðild að ESB mun ríkisstjórnin láta meta hugsanlegar afleiðingar þess fyrir Noreg, með áherslu á þær spurningar sem þarf að fá svör við. Stofnanir Stórþingsins munu fá upplýsingar um niðurstöðurnar með viðeigandi hætti," segir  Støre.

Fulltrúar Hægri flokksins í utanríkismálanefndinni óskaði eftir því, að utanríkisráðuneytið legði með hraði mat á það hvaða afleiðingar aðildarumsókn Íslands hefði á norska hagsmuni. Er bréf Støres svar við því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert