Pétur Blöndal ákallar Ögmund

Pétur Blöndal kallar eftir því að Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra tjái sig   vegna hótana sem Davíð Oddsson og aðrir bankastjórar Seðlabankans hafi þurft að sitja undir. Þingmanninum var heitt í hamsi þegar mælt var fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabanka í morgun. Hann spurði hvort einn ráðherra gæti sent opinberum starfsmanni starfsmanni bréf og skipað honum að fara af því að honum líkaði illa við hann.

Ögmundur Jónasson brást skjótt við ákalli Pétur og skráði sig á mælendaskrá og var reiðubúinn til að eiga orðastað við þingmanninn. Óvíst er hinsvegar um hvort þau orðaskipti vera fyrr en seinnipartinn enda mörgum mikið niðri fyrir. Jóhanna vildi hinsvegar ekki kannast við að hafa hótað bankastjórunum og sagðist þvert á móti hafa gert þeim grein fyrir því að til stæði að breyta fyrirkomulagi í Seðlabankanum með lagasetningu . Hún hefði þannig gefið þeim þannig kost á því að semja um starfslok áður en lögin yrðu sett þar sem þau gætu gert samningsstöðu þeirra verri.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert