Fréttaskýring: Styrking krónunnar getur komið sér illa

mbl.is

Eignir íslensku lífeyrissjóðanna erlendis hafa rýrnað umtalsvert á síðustu mánuðum vegna verðfalls á eignum á erlendum mörkuðum. Mikil verðlækkun hefur einkennt hlutabréfamarkaði sé horft til undanfarinna fjögurra mánaða. Á móti hefur komið að gengi krónunnar hefur verið veikt gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þetta hefur dregið úr rýrnun á eignum í krónum talið.

Fari svo að markmið efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að styrkja krónuna gangi eftir, geta lífeyrissjóðirnir orðið fyrir umtalsverðu höggi. Tryggvi Tryggvason, forstöðumaður eignastýringar Gildis lífeyrissjóðs, segir það koma sér illa fyrir lífeyrissjóðina að geta ekki dregið úr verðmætarýrnun með gjaldmiðlaskiptasamningum. „Eftir bankahrunið í október hefur ekki verið mögulegt fyrir okkur að verjast sveiflum á krónunni með framvirkjum gjaldeyrisviðskiptum. Markaðurinn fyrir þess háttar viðskipti er einfaldlega ekki til lengur. Þetta eykur auðvitað áhættuna fyrir lífeyrissjóðina,“ segir Tryggvi.

Mikil óvissa framundan

Eignir íslensku lífeyrissjóðanna rýrnuðu gríðarlega vegna bankahrunsins í október. Nákvæmar tölur um stöðu þeirra um síðustu áramót munu ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku þegar Seðlabanki Íslands birtir tölur um eignir lífeyrissjóðanna.

Í byrjun desember í fyrra námu eignir lífeyrissjóðanna í erlendum verðbréfum rúmlega 537 milljörðum króna. Líklegt er að þessi staða hafi versnað umtalsvert á undanförnum mánuðum í ljósi þeirra hremminga sem einkennt hafa alþjóðlega fjármálamarkaði. Sé mið tekið af stöðu sjóðanna í árslok 2007, í samanburði við stöðuna í byrjun desember, þá hefur hlutfall erlendra eigna af heildareignasafni hækkað um 15 prósent. Farið úr 26,9 prósentum í 31,3 prósent.

Í byrjun desember var heildareign lífeyrissjóðanna rúmlega 1.700 milljarðar króna eða svipuð og í árslok 2007. Næstum öll ávöxtun ársins 2008 hefur því nú þegar þurrkast út vegna niðursveiflunnar og bankahrunsins. Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna var lítil í byrjun desember eða um 2 prósent af heildareign sjóðanna. Í lok ársins 2007 var innlend hlutabréfaeign um 14 prósent af heildareignasafni sjóðanna. Munurinn skýrist öðru fremur af hruni bankanna þriggja, Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, en lífeyrissjóðirnir voru meðal stærstu eigenda þeirra.

Ekki tími til að selja

Þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt sé að eignir lífeyrissjóðanna muni falla umtalsvert í verði ef krónan styrkist þá telur Tryggvi ekki að sjóðirnir muni hlaupa til og selja eignirnar. Fjárfestingarstefna lífeyrissjóða sé til langs tíma og sveiflur, hversu miklar sem þær eru, þurfi ekki endilega að leiða til varanlegrar verðmætarýrnunar. „Ég reikna ekki með því að við förum að selja hlutabréf núna. Við erum langtímafjárfestar og verðum að þola sveiflur. Hlutabréfamarkaðir hafa lækkað mikið og okkur finnst ekki rétt að selja á þessum tíma. Við væntum þess að hlutabréfaeign sjóðanna eigi eftir að hækka í verði þegar fram í sækir. Öðru máli gegnir um erlend ríkisskuldabréf. Þau hafa hækkað mikið í verði undanfarið.“

Eiga mikið undir

Ekki hefur enn verið leyst úr þeirri stöðu sem lífeyrissjóðirnir í landinu eru í vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem þeir gerðu við bankana þrjá.
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa fundað með skilanefndum bankanna þriggja í von um að fá botn í það á hvaða gengi samningar verða gerðir upp.

Miðað við gengisvísitöluna 175 skulda lífeyrissjóðirnir bönkunum um 70 milljarða króna þar sem samningar þeirra miðuðust við það að verja eigur með því að hagnast á styrkingu krónunnar. Lífeyrissjóðirnir geta ekki nema að litlu leyti skuldajafnað kröfur þar sem inneignir sjóðanna eru ekki alltaf við sömu banka og gjaldmiðlaskiptasamningarnir voru gerðir við. Deilt hefur verið um það við hvaða gengisvísitölu á að miða. Bankarnir segja markaðsgengi þann dag sem bankarnir féllu en það var
misjafnt eftir því við hvaða banka er miðað.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
40 feta kæligámur til sölu
Til sölu 40 feta kæli/frystigámur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, Gámurinn hef...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...