Fréttaskýring: Styrking krónunnar getur komið sér illa

mbl.is

Eignir íslensku lífeyrissjóðanna erlendis hafa rýrnað umtalsvert á síðustu mánuðum vegna verðfalls á eignum á erlendum mörkuðum. Mikil verðlækkun hefur einkennt hlutabréfamarkaði sé horft til undanfarinna fjögurra mánaða. Á móti hefur komið að gengi krónunnar hefur verið veikt gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þetta hefur dregið úr rýrnun á eignum í krónum talið.

Fari svo að markmið efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að styrkja krónuna gangi eftir, geta lífeyrissjóðirnir orðið fyrir umtalsverðu höggi. Tryggvi Tryggvason, forstöðumaður eignastýringar Gildis lífeyrissjóðs, segir það koma sér illa fyrir lífeyrissjóðina að geta ekki dregið úr verðmætarýrnun með gjaldmiðlaskiptasamningum. „Eftir bankahrunið í október hefur ekki verið mögulegt fyrir okkur að verjast sveiflum á krónunni með framvirkjum gjaldeyrisviðskiptum. Markaðurinn fyrir þess háttar viðskipti er einfaldlega ekki til lengur. Þetta eykur auðvitað áhættuna fyrir lífeyrissjóðina,“ segir Tryggvi.

Mikil óvissa framundan

Eignir íslensku lífeyrissjóðanna rýrnuðu gríðarlega vegna bankahrunsins í október. Nákvæmar tölur um stöðu þeirra um síðustu áramót munu ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku þegar Seðlabanki Íslands birtir tölur um eignir lífeyrissjóðanna.

Í byrjun desember í fyrra námu eignir lífeyrissjóðanna í erlendum verðbréfum rúmlega 537 milljörðum króna. Líklegt er að þessi staða hafi versnað umtalsvert á undanförnum mánuðum í ljósi þeirra hremminga sem einkennt hafa alþjóðlega fjármálamarkaði. Sé mið tekið af stöðu sjóðanna í árslok 2007, í samanburði við stöðuna í byrjun desember, þá hefur hlutfall erlendra eigna af heildareignasafni hækkað um 15 prósent. Farið úr 26,9 prósentum í 31,3 prósent.

Í byrjun desember var heildareign lífeyrissjóðanna rúmlega 1.700 milljarðar króna eða svipuð og í árslok 2007. Næstum öll ávöxtun ársins 2008 hefur því nú þegar þurrkast út vegna niðursveiflunnar og bankahrunsins. Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna var lítil í byrjun desember eða um 2 prósent af heildareign sjóðanna. Í lok ársins 2007 var innlend hlutabréfaeign um 14 prósent af heildareignasafni sjóðanna. Munurinn skýrist öðru fremur af hruni bankanna þriggja, Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, en lífeyrissjóðirnir voru meðal stærstu eigenda þeirra.

Ekki tími til að selja

Þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt sé að eignir lífeyrissjóðanna muni falla umtalsvert í verði ef krónan styrkist þá telur Tryggvi ekki að sjóðirnir muni hlaupa til og selja eignirnar. Fjárfestingarstefna lífeyrissjóða sé til langs tíma og sveiflur, hversu miklar sem þær eru, þurfi ekki endilega að leiða til varanlegrar verðmætarýrnunar. „Ég reikna ekki með því að við förum að selja hlutabréf núna. Við erum langtímafjárfestar og verðum að þola sveiflur. Hlutabréfamarkaðir hafa lækkað mikið og okkur finnst ekki rétt að selja á þessum tíma. Við væntum þess að hlutabréfaeign sjóðanna eigi eftir að hækka í verði þegar fram í sækir. Öðru máli gegnir um erlend ríkisskuldabréf. Þau hafa hækkað mikið í verði undanfarið.“

Eiga mikið undir

Ekki hefur enn verið leyst úr þeirri stöðu sem lífeyrissjóðirnir í landinu eru í vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem þeir gerðu við bankana þrjá.
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa fundað með skilanefndum bankanna þriggja í von um að fá botn í það á hvaða gengi samningar verða gerðir upp.

Miðað við gengisvísitöluna 175 skulda lífeyrissjóðirnir bönkunum um 70 milljarða króna þar sem samningar þeirra miðuðust við það að verja eigur með því að hagnast á styrkingu krónunnar. Lífeyrissjóðirnir geta ekki nema að litlu leyti skuldajafnað kröfur þar sem inneignir sjóðanna eru ekki alltaf við sömu banka og gjaldmiðlaskiptasamningarnir voru gerðir við. Deilt hefur verið um það við hvaða gengisvísitölu á að miða. Bankarnir segja markaðsgengi þann dag sem bankarnir féllu en það var
misjafnt eftir því við hvaða banka er miðað.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekki starfstjórnar að ræða við hreppinn

18:10 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra afhenti í dag sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins. Segir þar að starfsstjórn þyki ekki rétt að fara í viðræður við hreppinn fyrr en að loknum kosningum. Meira »

Strætó ekið á mann í miðborginni

18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Hægt væri að setja bráðabirgðalög

16:29 Hægt væri að setja bráðabirgðalög svo Stundin og Reykjavík Media gætu borið lögbann, sem sýslumaður setti á frekari umfjöllun miðlanna, byggða á gögnum innan úr Glitni, undir dómstóla strax í upphafi næstu viku. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Meira »

Stofna starfshóp um nýjan Laugardalsvöll

15:41 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja sínum til að stofna starfshóp um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þetta kom fram á fréttamannafundi um málefni vallarins í Laugardalnum í dag. Meira »

Áforma byggingu nýs Sjálfsbjargarhúss

15:27 Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12. Gerð deiliskipulags á reit Sjálfsbjargar við Hátún 12 verður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu samtakanna á lóðinni. Meira »

77% andvíg lögbanni á fréttir fjölmiðla

15:25 Meirihluti Íslendinga, eða 77%, er andvígur lögbanni sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Fram kemur að tæp 64% séu mjög andvíg lögbanninu og 13% frekar andvíg. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

15:16 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm héraðsdóms í Chesterfield málinu sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið. Í málinu voru Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir fyrir umboðssvik Meira »

„Ekki búið að fara fram á lögbann“

14:52 „Það er ekkert að frétta,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, um hugsanlegt lögbann gegn breska miðlinum The Guardian. Meira »

Ræða framtíð Laugardalsvallar

14:43 Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að halda áfram undirbúningsvinnu að stækkun Laugardalsvallar.  Meira »

Snýst um jafna málsmeðferð

15:10 „Málið snýst ekki um hvort Freyja geti orðið fósturforeldri eða ekki heldur snýst þetta um hvort málsmeðferðin hafi verið eins í hennar máli og öðrum þar sem ófatlaðir einstaklingar eiga í hlut,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður baráttukonunnar Freyju Haraldsdóttur. Meira »

Tveir í varðhaldi vegna amfetamínssmygls

14:47 Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Meira »

Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

14:31 Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...