Stjórnendum fækkað á LSH

Landspítalinn
Landspítalinn mbl.is/Ómar

Stjórnendum sviða Landspítalans verður fækkað um allt að tuttugu á næstunni, en ekki stendur þó til að segja upp fólki. Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri LSH segir að við þetta muni launakostnaður eitthvað lækka. Þetta kom fram í seinni fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Þar sagði að breytingunum yrði hrundið í framkvæmd í apríl, þegar tólf sviðum verði fækkað niður í fimm til sex og þar að auki verði framvegis aðeins einn stjórnandi yfir hverju þeirra. Í núverandi kerfi eru þeir tveir, einn yfirmaður hjúkrunar og einn yfirmaður lækninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka